Amanda Líf, útskriftarnemi af listdansbraut JSB 2018

“Ég útskrifaðist af listdansbraut JSB 2018 eftir yndislegt 10 ára nám við JSB. Námið undirbjó mig mjög vel bæði tæknilega og listrænt fyrir frekara nám í samtímadansi. JSB einkennist af faglegum og skemmtilegum kennurum og fjölbreyttum tímum. Jazz, samtímadans og klassískur ballet tækni í bland við bæði kóreógrafíu og spuna gerði mig að fjölbreyttum og forvitnum dansara. Ég kom út úr skólanum með virkilega góða floorwork tækni og sterkan listrænan karakter sem hjálpaði mér að takast á við bæði inntökupróf og svo námið sjálft í LHÍ. Ég hef mikla trú á því að JSB skili af sér hæfileikaríku og metnaðarfullu danslistafólki.”