Þórunn Ylfa hefur verið danskennari hjá Danslistarskóla JSB síðan árið 2011. Hún hóf dansnám við skólann sex ára gömul árið 2000 og útskrifaðist þaðan af Nútímalistdansbraut árið 2011. Þórunn útskrifaðist síðastliðið vor með BA gráðu af Samtímadansbraut eftir þriggja ára nám hjá Listaháskóla Íslands.
Þórunn hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum, viðburðum og auglýsingum, ýmist sem dansari, danshöfundur eða vídeólistamaður. Einnig hefur hún tekið að sér verkefni eins og við gerð tónlistarmyndbanda og ljósmyndun. Hefur hún síðast liðið eitt og hálft ár unnið mikið við að sameina dans og kvikmyndir, en dansstuttmyndin hennar Blik hlaut áhorfendaverðlaun Örvarpsins, örmyndakeppni á vegum RÚV. Dvaldi hún sumarið 2014 í Belgíu og starfaði með Helenu Jónsdóttur m.a. við uppsetningu á verkinu Episodes í Póllandi.