Kennarar & Starfsfólk

Sunneva Líf Albertsdóttir

 Sunneva Líf byrjaði að æfa jazzballett hjá JSB árið 2011. Hún var á grunnskólastigi listdansbrautar til ársins 2014 og hóf þá nám á framhaldsskólabrautinni. Samhliða því stundaði hún nám við Menntaskólann við Hamrahlíð á listdansbraut og náttúrufræðibraut og útskrifaðist úr báðum skólum í desember 2017.
Frá útskrift hefur Sunneva tekið ýmis námskeið í dansi og hreyfifærni á stöðum eins og Kramhúsinu, Primal Iceland, Chassé Dance Studios í Amsterdam, Crazy Monkey Movement í Amsterdam, Amsterdam Dance Centre og Pineapple Dance Studios í London.
Hún hefur störf hjá JSB haustið 2021 sem ballettkennari samhliða sálfræðinámi við Háskóla Íslands og starfi á kennslusviði HÍ.

Colleague Trainers