Rúnar lauk námi í Tiffany Theatre College í Englandi árið 2019. Þar stundaði hann allar gerðir af dans- og sviðslistum. Fjölmörg voru tækifærin og meðal annars dansaði hann fyrir Katy Perry, Graham Norton og á Paul Mitchell hár sýningum.
Eftir námið hélt Rúnar áfram að æfa í London og fann sig þar sem commercial dansari. Rúnar dregur mikinn innblástur frá nútímadansi og latin en hann var í Íslenska landsliðinu í samkvæmisdansi á yngri árum.
Rúnar tók þátt í Leiksýningunni Billy Elliot, þar sem hann var valinn einn af 6 strákum til að æfa alla daga allt sumarið í Ballett, Tap og Nútímadansi, einnig tók hann þátt í sýningunni We Will Rock You í Háskólabíó.
Rúnar hefur starfað sem danskennari á íslandi síðan sumarið 2020.