Kennarar & Starfsfólk

Lilja Rúriksdóttir

Lilja Rúriksdóttir er með BFA gráðu í dansi úr Juilliard listaháskólanum í New York og hlaut þar verðlaun fyrir danssmíði við útskrift eða ‘The Hector Zaraspe Prize for Choreography’. Hún var meðlimur LA Dance Project á árunum 2015-2017 og hefur dansað í verkum og stuttmyndum víða um heim eftir danshöfunda á borð við William Forsythe, Ohad Naharin, Benjamin Millipied, Sidi Larbi Cherkaoui, Bryan Arias, Andreu Miller og Justin Peck. Verk eftir hana hafa einnig verið sett upp í New York og víðar. Lilja er stofnandi Doka Dans og hefur kennt ballett og nútímadans víða í Bandaríkjunum, Kanada og á Íslandi. Um þessar mundir kennir Lilja ballett við Listdansskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og JSB.

Colleague Trainers