Kennarar & Starfsfólk

Kristína Rannveig Jóhannsdóttir

Kristína byrjaði að æfa jazzballett hjá JSB vorið 2017 og færði sig svo yfir á listdansbrautina. Hún útskrifaðist vorið 2022 bæði af listdansbraut og félagsfræðabraut MH. Þá hafði hún tekið þátt í ýmsum verkefnum og viðburðum á vegum JSB s.s. Dance World Cup, Unglist, Upptakti og nemendafélagi JSB.
Vorið 2024 úskrifaðist hún svo af rythmískri popplínu MÍT með söng, lagasmíðar og pródúseringu sem aðalgreinar. Samhliða því var hún í danshópnum Forward Youth Company þar sem hún tók þátt í mörgum ólíkum verkefnum og sýndi hin ýmsu verk t.d. Harmony eftir Ernesto Camilo A. Valdes í Tjarnarbíói og Árstíðirnar eftir Völu Rúnarsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur sem sýndar voru á stóra sviði Borgarleikhússins í samstarfi við íslenska dansflokkinn.
Nú stundar Kristína nám í nýmiðlatónsmíðum við Listaháskóla Íslands samhliða kennslunni og sinni sjálfstæðu listsköpun.

Colleague Trainers