Kennarar & Starfsfólk

Katrín Gunnarsdóttir

Katrín Gunnarsdóttir hefur kennt reglulega við framhaldsdeild JSB síðan 2009.

Katrín lærði nútímadans við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist síðan með BA gráðu í danssmíði frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi árið 2008. Hún hefur starfað við sviðslistir hér heima og erlendis í fjölda verkefna og sýnt víðsvegar í Evrópu.

Katrín hefur samið nokkur dansverk, þar á meðal Kvika (2016) sem sett var upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Crescendo (2018) í samstarfi við Tjarnarbíó og ÞEL (2019) fyrir Íslenska Dansflokkinn. Hún hefur jafnframt starfað víða sem danshöfundur, fyrir Íslensku Óperuna, Þjóðleikhúsið, Theater Republique í Danmörku, Toneelgroep Amsterdam í Hollandi og FWD Youth Company. Katrín starfar einnig með sviðslistahópnum Marmarabörnum.

 

Verk Katrínar hafa vakið verðskuldaða athygli hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið fjölda tilnefninga til Grímunnar – Íslensku sviðslistaverðlaunanna og hlotið verðlaunin fimm sinnum. Þá hefur Katrín verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV í flokki danslistar og í evrópska tímaritinu Tanz.

Katrín kennir reglulega við Listaháskóla Íslands og hefur einnig sinnt kennslu hjá Listdansskóla Íslands og Kvikmyndaskólanum. Katrín hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum innan sviðslistana og er formaður Danshöfundafélags Íslands. Katrín er einnig menntaður hagfræðingur og vinnur sjálfstætt sem sérfræðingur og við rannsóknir.

 

Nánar á: www.katringunnarsdottir.com

Colleague Trainers