Kennarar & Starfsfólk

Jóakim Kvaran

Kennir acrobatic á framhaldsstigi listdansbrautar.

Jóakim hefur starfað sem sirkuslistamaður í rúman áratug, og hefur skemmt þúsundum áhorfenda á öllum aldri sem akróbati og trúður. Jóakim hefur komið fram um allt land og víða um evrópu með hópum eins og Sirkus Íslands, Sirkuslistafélaginu Hringleik og Captain Sugar and the Monkey Puppets.

Jóakim lærði sirkuslistir við Codarts University for the Arts í Rotterdam, Hollandi, þar sem hann útskrifaðist með BA gráðu í sirkuslistum árið 2017. Hann er sérhæfður í kínverskri súlu (chinese pole) og akróbatík, en hefur mikinn áhuga á að miðla þekkingu sinni og hefur kennt börnum, ungmennum og fullorðnum í mörg ár.

Colleague Trainers