Kennarar & Starfsfólk

Irma Gunnarsdóttir

Irma Gunnarsdóttir starfar sem dans- og líkamsræktarkennari hjá JSB. Hún starfar einnig sem aðstoðarskólastjóri Danslistarskóla JSB. Hún hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum tengdum listdansi á undanförnum árum og starfað sem danshöfundur samhliða kennslu. Irma lauk meistaranámi í listkennslu með M.Art.Ed. gráðu frá Listaháskóla Íslands í janúar 2012. Hún lauk danskennaraprófi DÍ árið 1990 og stúdentsprófi frá MR árið 1986. Hún stundaði dansnám hjá Jazzballettskóla Báru á árunum 1980 – 1990 og var áður í fimleikum og ballett frá 8 ára aldri.

Á starfsferli sínum sem danslistamaður hefur Irma samið fjölmörg dansverk og sett upp ótal sýningar fyrir leikhús, hátíðir og viðburði. Hún er einn af stofnendum DANSleikhússins og starfaði við það sem danshöfundur og framkvæmdastjóri á árunum 2002 – 2009. Meðal verka sem Irma hefur samið eða unnið að fyrir leikhús má nefna verkin Dulúð (2002), Viðutan (2003) Fjötrar (2004), Núna (2005), Galdraskyttan (Listahátíð Reykjavíkur 2006), Cecilia (2006 – Norrænir músíkdagar), ON HOLD (2007 – Dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur, verkið hlaut áhorfendaverðlaun keppninnar) dans- og tónverkið Draumar (2008 samstarfsverkefni fyrir JEA- Jazzhátíð Austurlands), On Your Own (2009 – Menningarnótt) o.fl. Árið 2011 setti Irma upp verkið AMPERE í Rafstöðinni við Elliðaárdal. Verkið var samið í tengslum við meistaraverkefni hennar í listkennslu.

Colleague Trainers