Kennarar & Starfsfólk

Helga Kristín

Helga Kristín hóf dansferil sinn sem samkvæmisdansari 8 ára gömul og vann til fjölmargra verðlauna bæði hérlendis og erlendis.
Hún hóf síðan nám í Listdansskóla Íslands 12 ára gömul og lagði þar stund á klassískan ballett og nútímadans. Árið 2016 bauðst Helgu Kristínu að stunda nám við Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi ásamt því að verða lærlingur tímabundið við Konunglega sænska dansflokkinn. Eftir útskrift af eins árs International braut við skólann hélt hún til Þýskalands þar sem hún dansaði í tvö ár með nútímadansflokki við þjóðleikhúsið í Mannheim, The National Theater Mannheim.

Helga Kristín hefur samhliða námi og vinnu tekið að sér alls konar verkefni og sótt sumarnám erlendis. Dvaldi hún tvö sumur í New York, 2014 og 2015, og stundaði nám í The Alvin Ailey School.

Helstu verkefni sem Helga Kristín hefur tekið að sér:
• Keppti þrisvar fyrir Íslands hönd í ballettkeppni í Falun, Svíþjóð, þar sem hún vann m.a. áhorfendaverðlaunin árið 2015.
• Tók þátt í Eurovision þar sem hún dansaði með Sunday hópnum við lagið Fjaðrir, 2015.
• Dansaði í tónlistarmyndbandi hjá Úlfur Úlfur við lagið Tvær plánetur, 2014.
• Dansaði í sjónvarpsþáttunum Dans, dans, dans þar sem hún sigraði ásamt dansfélaga sínum Birki, 2012.
• Lék í sjónvarpsþáttunum Pressa 3, 2012.

Colleague Trainers