Kennarar & Starfsfólk

Chantelle Carey

Chantelle byrjaði að dansa þegar hún var 13 ára gömul en hennar uppáhalds dansstílar eru jazz og musical theatre.

Chantelle hefur kennt dans síðan hún byrjaði að dansa sjálf. Mamma hennar var bæði danshöfundur og danskennari svo þegar Chantelle byrjaði að æfa aðstoðaði hún mömmu sína þar til hún fór að kenna sjálf.

Chantelle hefur unnið við ýmsar uppsetningar verka hér á landi, s.s. Billy Elliot, Mamma Mia! og Bláa hnöttinn sem öll voru sýnd í Borgarleikhúsinu.

Hún choreographaði einnig Meistarann og Margarítu og Kardemommubæinn sem bæði voru sýnd í Þjóðleikhúsinu og We Will Rock You sem sýnt var í Háskólabíó.

Árið 2017 vann Chantelle Grímuverðlaun fyrir bestu dans- og sviðshreyfingar í verkinu um Bláa hnöttinn og árið 2018 fyrir bestu dans- og sviðshreyfingar í verkinu Slá í gegn.

 

Chantelle kennir jazz á grunnstigi og á Listdanbraut JSB

Colleague Trainers