Á Döfinni-Vorönn 2021

Fréttir og tilkynningar

Í tilefni af Öskudeginum verður búningavika hjá yngri hópum í JSB dagana 15. – 20.febrúar. Yngri nemendur í E,D og C hópum mega mæta í öskudagsbúningum á æfingu þessa viku ef þeir vilja  🙂 athugið að kennt er skv. stundaskrá á öskudegi.

Kennt verður skv. stundaskrá hjá JSB í vetrarfríum grunnskóla mánudaginn 22.feb. og þriðjudaginn 23.feb. 

Undirbúningur vegna nemendasýninga JSB hefst hjá öllum hópum í febrúar. Nemendasýningar verða á Stóra sviði Borgarleikhússins dagana 31.maí og 1.júní. Takið dagana frá!                                           

Nú er skólastarf vorannar hafið og margt skemmtilegt framundan hjá nemendum og kennurum. Undirbúningur fyrir okkar árlegu nemendasýningar í Borgarleikhúsinu fer af stað núna í febrúar en sýningin í ár ber heitið FÖR Í IÐUR JARÐAR. Unnið verður að frumsköpun dansævintýris sem sækir innblástur og efnivið í vísindaskáldsöguna The Journey to the Center of the Eartheftir franska rithöfundinn Jules Verne og í samnefndar kvikmyndir. Sagan fjallar um ævintýraför vísindamanna sem ganga á Snæfellsjökul. Þeir kynnast þar kyngimögnuðum krafti og neðanjarðarheimi jökulsins er þeir falla óvænt ofan í eldgíg jökulsins, alla leið að iðrum jarðar.  

Nemendasýningar JSB á Stóra sviði Borgarleikhússins 31.maí og 1.júní, skipting hópa á sýningardaga er eftirfarandi:

Mánudagur 31.maí kl.17 og 19

Forskólahópur E3 sýnir kl.17. Forskólahópur E2 sýnir kl.19.

Eftirtaldir hópar sýna bæði kl.17 og 19. 

D og C hópar:  D3,C3 og C2

B hópar: B3 og B2

B.-listdansbraut 5.stig, 6.-7.stig og 7.stig

A hópar: A1  

A- listdansbraut 1.2. og 3.ár

Þriðjudagur 1.júní kl.17:00 og kl.19:00

Forskólahópur E1 sýnir kl.17ogkl.19:00.

Eftirtaldir hópar sýna bæði kl.17 og 19:00. 

D og C hópar:  D4, D1, C4 og C1 

C.- listdansbraut 3.-4. stig

B hópar: B1  

B.- listdansbraut 6. – 7. stig og 7.stig

A hópar: A- listdansbraut 1.2. og 3.ár

Miðasala á nemendasýningarnar hefst í maí og verður auglýst um leið og miðasalan opnar. Vonast er til að samkomutakmarkanir verði orðnar rýmri þegar sýningarnar verða en fyrirhugað er að selja bæði aðgöngumiða í áhorfendasal og einnig aðgang að beinu streymi frá sýningunni.

ÞEMADAGAR                                                                                               Þemadagar ná yfir tímabilið febrúar – maí en þá er unnið að sköpun nemendasýningar.  Um miðjan maí verða samæfingar hjá hópum sem kynntar verða hverjum hópi fyrir sig þegar nær dregur. Á samæfingum er unnið að heildarmynd sýningar, æft er í búningum og hugað að allri heildarumgjörð sýningarinnar. Athugið að skólinn útvegar nemendum búningaen þó getur verið að nemendur þurfi að útvega eitthvað smáræði, foreldrar verða látnir vita tímanlega ef þess þarf.

Páskafrí hjá jazzballetthópum verður frá 27.mars – 6.apríl

Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 7.apríl samkvæmt stundaskrá.

14.apríl – 10.maí.                                                                                     Próftímabil listdansbrautar. Próftaflan verður birt á heimasíðu skólans þegar nær dregur.

20.apríl                                                                                                   Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur
Danslistarskóli JSB tekur þátt í hátíðarsýningu listdansskólanna sem fram fer á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Reykjavík þann 20.apríl. Hátíðarsýningin er haldin á vegum Félags íslenskra listdansara.

30.apríl                                                                                                 Útskriftarsýning útskriftarnema af framhaldsskólastigi listdansbrautar JSB.Í vetur hafa útskriftarnemar unnið að lokaverkum sínum í danssmíði. Haldnar verða tvær sýningar á verkum nemenda á sal skólans. Á sýningunum munu nemendur jafnframt sýna frumsamið útskriftarverk eftir Þórunni Ylfu Brynjólfsdóttir en útskriftarverkið er unnið í samstarfi við útskriftarhópinn. Útskriftin sjálf fer fram við hátíðlega athöfn í lok skólaárs, á síðustu nemendasýningu hópsins, á Stóra Sviði Borgarleikhússins, þann 1.júní.

Inntökupróf á Listdansbraut helgina 15.-16.maí                                                                        Inntökupróf á Listdansbraut JSB eru haldin á hverju vori. Nánari upplýsingar um nám á Listdansbraut JSB er að finna í skólanámsskrá skólans sem finna má á heimasíðunni www.jsbdans.is – Skráning í inntökupróf hefst í apríl og verður auglýst þegar nær dregur.           Áhugasamir geta þá skráð sig rafrænt í gegnum skráningarsíðu skólans jsb.felog.is 

LAUGARDAGURINN 5.JÚNÍ ER SÍÐASTI KENNSLUDAGUR VORANNAR HJÁ JAZZBALLETTHÓPUM OG NEMENDUM Á GRUNNSTIGI LISTDANSBRAUTAR. 

Allar helstu upplýsingar um það sem ber hæst hverju sinni eru birtar á vef skólans www.jsbdans.is sem og á facebook og instagram skólans. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og fá nánari upplýsingar um skólastarfið hjá aðstoðarskólastjóra á netfangið Irma@jsb.is