Nemendasýningar 31.maí og 1.júní.

Nemendasýningar 31.maí og 1.júní. Takið dagana frá!

Fréttir og tilkynningar

Undirbúningur vegna nemendasýninga JSB hefst hjá öllum hópum í febrúar. Nemendasýningar verða á Stóra sviði Borgarleikhússins dagana 31.maí og 1.júní. Takið dagana frá!                                           

Sýningin í ár ber heitið FÖR Í IÐUR JARÐAR. Unnið verður að frumsköpun dansævintýris sem sækir innblástur og efnivið í vísindaskáldsöguna The Journey to the Center of the Eartheftir franska rithöfundinn Jules Verne og í samnefndar kvikmyndir. Sagan fjallar um ævintýraför vísindamanna sem ganga á Snæfellsjökul. Þeir kynnast þar kyngimögnuðum krafti og neðanjarðarheimi jökulsins er þeir falla óvænt ofan í eldgíg jökulsins, alla leið að iðrum jarðar.  

Skipting hópa á sýningardaga er eftirfarandi:

Mánudagur 31.maí kl.17 og 19

Forskólahópur E3 sýnir kl.17. Forskólahópur E2 sýnir kl.19.

Eftirtaldir hópar sýna bæði kl.17 og 19. 

D og C hópar:  D3,C3 og C2

B hópar: B3 og B2

B.-listdansbraut 5.stig, 6.-7.stig og 7.stig

A hópar: A1  

A- listdansbraut 1.2. og 3.ár

Þriðjudagur 1.júní kl.17:00 og kl.19:00

Forskólahópur E1 sýnir kl.17ogkl.19:00.

Eftirtaldir hópar sýna bæði kl.17 og 19:00. 

D og C hópar:  D4, D1, C4 og C1 

C.- listdansbraut 3.-4. stig

B hópar: B1  

B.- listdansbraut 6. – 7. stig og 7.stig

A hópar: A- listdansbraut 1.2. og 3.ár

Miðasala á nemendasýningarnar hefst í maí og verður auglýst um leið og miðasalan opnar. Vonast er til að samkomutakmarkanir verði orðnar rýmri þegar sýningarnar verða en fyrirhugað er að selja bæði aðgöngumiða í áhorfendasal og einnig aðgang að beinu streymi frá sýningunni.

ÞEMADAGAR                                                                                               Þemadagar ná yfir tímabilið febrúar – maí en þá er unnið að sköpun nemendasýningar.  Um miðjan maí verða samæfingar hjá hópum sem kynntar verða hverjum hópi fyrir sig þegar nær dregur. Á samæfingum er unnið að heildarmynd sýningar, æft er í búningum og hugað að allri heildarumgjörð sýningarinnar. Athugið að skólinn útvegar nemendum búningaen þó getur verið að nemendur þurfi að útvega eitthvað smáræði, foreldrar verða látnir vita tímanlega ef þess þarf.

LAUGARDAGURINN 5.JÚNÍ ER SÍÐASTI KENNSLUDAGUR VORANNAR HJÁ JAZZBALLETTHÓPUM OG NEMENDUM Á GRUNNSTIGI LISTDANSBRAUTAR. 

Allar helstu upplýsingar um það sem ber hæst hverju sinni eru birtar á vef skólans www.jsbdans.is sem og á facebook og instagram skólans. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og fá nánari upplýsingar um skólastarfið hjá aðstoðarskólastjóra á netfangið Irma@jsb.is