Month: janúar 2025

Nemendasýning JSB 2025

Nemendasýning JSB 2025, DANSAÐU DRAUMINN, fer fram í Borgarleikhúsinu dagana 7. og 8. apríl n.k. 

Sýningar eru kl. 17:00 og 19:00.

Um sýninguna:
Nemendur og kennarar Danslistarskóla JSB setja á svið frumsamda sýningu byggða á æviskeiði dansarans.

‘DANSAÐU DRAUMINN’ fer með áhorfendur í ferðalag og sýnir frá fyrstu dansprufum dansarans, dansæfingum og öllum flottustu danssýningum og söngleikjum þar sem litið er yfir glæstan ferilinn í baksýnisspegilinn – en líf dansarans er ekki alltaf bara dans á rósum 🌹

Miðasala fer fram á tix.is þegar nær dregur. 

Hópar sem sýna mánudaginn 7. apríl: 

  • I1 – kennari: Lilja – kl. 17:00
  • H1 – kennari: Kristín Hanna – kl. 17:00
  • G1 – kennari: Karen Eik – kl. 19:00
  • F2 – kennari: Weronika María
  • E2 – kennari: Anna Kolbrún
  • D2 – kennari: Þórunn Birna
  • B1 – kennari: Linda Ósk
  • 3.-4. stig – kennari: Gertruda

Hópar sem sýna þriðjudaginn 8. apríl: 

  • G2 – kennari: Ingibjörg Viktoría – kl. 17:00
  • G3 – kennari: Ingibjörg Viktoría – kl. 19:00
  • F1 – kennari: Úlfhildur Melkorka
  • E1 – kennari: Karen Eik
  • D1 – kennari: Sara Dís
  • C1 – kennari: Sara Atla

Hópar sem sýna báða dagana, 7. & 8. apríl: 

  • 5. stig – kennari: Þórdís
  • 6. stig – kennari: Linda Ósk
  • 7. stig – kennari: Þórdís
  • 1., 2. & 3. ár – kennarar: Rebekka Sól & Þórunn Ylfa

Takið dagana frá! Þið viljið ekki missa af þessu!! 

Dansbikarinn

DANSBIKARINN 2025 

DANSBIKARINN er innanhúss danskeppni í JSB þar sem nemendur fá tækifæri til að semja dans sjálfir og efla sköpunargleðina. 

Skráning í DANSBIKARINN er hafin og stendur til 15. febrúar.

Skráning fer fram í Abler og keppnisgjald er 2000 kr. á keppanda.

Keppnin fer fram laugardaginn 15. Mars kl 15:00.

Nemendur geta keppt með sóló, dúett eða tríó í aldursflokkunum 10-12 ára og 13-16 ára. 

Nemendur semja 1,5-2 mínútna atriði sjálfir. 

Stig verða gefin fyrir frumsaminn dans, búningaval, hár & förðun, lagaval og túlkun.

Keppnin fer fram í sal 5 í JSB og sviðið verður 4×6 metrar að stærð.

Við hvetjum nemendur til að semja og æfa heima í stofu en einnig verður hægt að skrá sig á æfingar í sal í afgreiðslu JSB.

Dans fyrir þau allra yngstu.

Fyrstu Sporin eru 10 vikna dansnámskeið fyrir þau allra yngstu. Frábært fyrir þau börn sem hafa ekki aldur til að byrja í forskólanum eða fyrir þau sem vilja prófa dans áður en þau eru skráð í skólann.

Öll börn sem eru skráð á vorönn ganga fyrir í skráningu á haustönn.

10 vikur 25.janúar-29.mars. Verð 36.860kr.