Month: október 2024

Hrekkjavökuball

HREKKJAVÖKUBALL

Hópar: 3.-4. stig, C1, D1 & D2

Föstudaginn 1. nóvember kl. 19:00-20:30 verður HREKKJAVÖKUBALL fyrir alla 10-12 ára nemendur JSB. 

Skráning er hafin á Sportabler! 

Verð: 750 kr. 

Nemendur fá nammi og drykki á staðnum. 

Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn! 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kennarar JSB

Workshop vika JSB

Dagana 26-30.október fær Listdansbraut JSB til sín 2 gestakennara frá IAB (institute of arts Barcelona) sem er dansskóli á háskólastigi. Það eru þau Albert Carrel og Sara Colomino. Þau eru bæði fastráðnir kennarar við IAB. Hér má kynna sér skólann betur

Föstudaginn 1.nóv kemur Sunneva Líf til okkar frá Ballettakademien Stockholm, hún mun halda kynningu um skólann. Sunneva er fyrrum nemandi JSB sem stundar nú framhaldsnám í dansi. Hér má kynna sér skólann betur.

Bjóðum við þau hjartanlega velkomin og hlökkum til að vinna með þeim.