Month: maí 2024

Sumarnámskeið JSB 2024

Danslistarskóli JSB býður uppá stutt sumarnámskeið fyrir dansþyrsta krakka. Sumarnámskeiðin eru tilvalin fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað JSB hefur uppá að bjóða og fyrir núverandi nemendur sem hafa bara ekki fengið nóg, og vilja ólmir halda áfram að dansa inní sumarið.

Kennarar á sumarnámskeiðunum eru: Rut Rebekka, Kristín Hanna og Tinna Sóley

SKRÁNING ER HAFIN

SKRÁNING HÉR

Dansnámskeið dagana 27.maí – 5.júní 12.500kr (4 kennslustundir)

Útskriftarsýning 3.árs nema

Útskrift af Listdansbraut JSB 2024

Útskriftarárgangur JSB 2024 mun sýna verkið Mara eftir Kötu Ingva á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 20. maí kl. 18:00.

Verkið var samið fyrir útskriftarnemana á þessari önn.Einnig verða sýnd verk eftir útskriftarnemana sjálfa.

Verkin voru unnin í danssmíði í vetur undir leiðsögn Rósu Rúnar Aðalsteinsdóttur.Sýningin er um klukkustund með hléi.Að lokinni sýningu verður útskriftarathöfn.

FRÍTT INN
ALLIR VELKOMNIR

Hlökkum til að sjá ykkur,
Útskriftarárgangur JSB 2024, kennarar og stjórnendur Danslistarskóla JSB

Útskriftarnemar 2024:
Anna Kolbrún Ísaksdóttir
Ásta Björk Ágústsdóttir
Inga Sif Bjarnadóttir
Karen Emma Þórisdóttir
Karó Elísa Adrichem
Linda Björg Gunnarsdóttir
Vega Magdalena Lövdahl
Weronika María Zyrek
Þórunn Birna Benediktsdóttir